Úr 1. bekk I
Úr 1. bekk I

Næstkomandi fimmtudag, 26. febrúar, kl. 17 verður haldinn kynningarfundur á hraðlínu í Kvos Menntaskólans á Akureyri.

Hraðlína er námsbraut fyrir nemendur sem hafa mikinn áhuga á bóklegu námi og vilja setjast í framhaldsskóla strax eftir 9. bekk. Menntaskólinn hóf kennslu á þessari braut haustið 2005. Hún miðar að því að koma til móts við nemendur sem gengur afbragðs vel í skóla og vilja flýta námi sínu til stúdentsprófs um eitt ár.

Áhugasamir 9. bekkingar og forráðamenn þeirra eru boðnir hjartanlega velkomnir á fundinn. Fyrir þá sem eiga erfiðara um vik að mæta er hægt að leita frekari upplýsinga hjá verkefnisstýru hraðlínu sem er Hildur Hauksdóttir í síma 455 1555 eða senda póst á netfangið hildur@ma.is.

Einnig er nánari upplýsingar að finna á vef skólans www.ma.is. Umsóknarfrestur um námið er til þriðjudagsins 26. maí, 2015.

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef skólans, http://www.ma.is/is/namid/svid/almenn-braut