Í gær, mánudag, lauk formlega valgreininni Komdu í MA. Síðan í haust hafa nemendur úr grunnskólunum á Akureyri og nágrenni komið í MA vikulega í tvær kennslustundir og kynnt sér námsgreinar í MA og skólalífið. Kennarar af öllum brautum hafa komið að valgreininni og reynt að gefa sem gleggsta mynd af náminu og því sem felst í að vera nemandi í MA. Grunnskólanemendurnir hafa spreytt sig á ýmsum verklegum tilraunum, hugarþrautum og mátað sig við skólann.  

Valgreininni lauk með bingói og svo var hópnum boðið í vöfflukaffi á kennarastofunni. Samstarf við grunnskólana af þessu tagi er Menntaskólanum á Akureyri dýrmætt og ekki skemmdi hversu ljúfur hópurinn var og áhugasamur.  

Við þökkum nemendum fyrir að hafa valið að koma til okkar í vetur og óskum þeim alls hins besta.  

Hildur Hauksdóttir