Kristján Geir Hirlekar
Kristján Geir Hirlekar

23. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins miðvikudaginn 21. febrúar. Alls tóku 48 nemendur þátt, úr sex skólum. 14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 2.-3. mars næstkomandi . Kristján Geir í 2X varð í 3. sæti í keppninni og mun því taka þátt í úrslitakeppninni. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.