Starri Steindórsson og Gunnar Úlfarsson
Starri Steindórsson og Gunnar Úlfarsson

Í gær fór fram kynning á lokaverkefnum 4A og 4B á tungumálasviði. Nemendur völdu sér tungumál að vinna með og gerðu verkefni sem skiptist í skapandi hluta og fræðilegan hluta, undir handleiðslu viðkomandi tungumálakennara.

Viðfangsefnin hafa verið af ýmsum toga þó matur, tónlist og skapandi skrif hafi verið áberandi. Dæmi um verkefni eru

  • saga lopapeysunnar,
  • tíska frá Viktoríutímabilinu,
  • frændsemi í Eurovision,
  • þunglyndi,
  • Skotapilsið og saga þess,
  • barnaþrælkun,
  • einhverfa,
  • fiskneysla ungs fólks

og svo mætti lengi telja.

Það var einstaklega gaman að hlusta á kynningarnar og greinilegt að margir nemendur höfðu kafað djúpt í viðfangsefnið auk þess sem margir blómstruðu í skapandi hlutanum og gátu leyft listrænum hæfileikum að njóta sín.