Nemendur á mála- og menningarbraut í 1. bekk eru í áfanganum Lönd og menning þar sem þeir fræðast um löndin í Evrópu með það að markmiði að nemendur fái aukinn skilning á samfélagi og menningu Evrópuþjóða. Viðfangsefnin eru m.a. verið kvikmyndir, matarhefðir, listasaga, tónlist.

Nú í vikunni héldu nemendur fyrirlestra um myndlistamenn í Evrópu frá ýmsum tímabilum og einn hluti verkefnisins var að endurgera verk eftir listamanninn sem þeir kynntu. Hér má sjá dæmi um endurgerðir verka eftir Leonardo Da Vinci, Michaelangelo, Edvard Munch, Friedensreich Hundertwasser og René Magritte.

DaVinci1 DaVinci2
Michelangelo1 Michelangeli2
Hundertwasser1 Hundertwasser2
Magritte1 Magritte2
Munch1 Munch2