Söngkeppni MA fór fram í Hofi í gær. Alls voru um 20 atriði á dagskrá. Mývetningurinn Margrét Hildur Egilsdóttir hreppti fyrsta sætið í keppninni með laginu Take the Box, úr söngvasafni Amy Winehouse. Birkir Blær Óðinsson varð í öðru sæti og hlaut auk þess áheyrendaverðlaunin fyrir besta atriðið, og í þriðja sæti var eina frumsamda lagið í keppninni, það söng Kristrún Jóhannsdóttir.

Að vanda var húshljómsveitin skipuð nemendum skólans. Að þessu sinni var gestatrommari í sveitinni, Hafsteinn Davíðsson nemandi Brekkuskóla, en Sölvi Karlsson stýrði hljómsveitinni og lék á gítar og það gerði líka Héðinn Mari Garðarsson. Tumi Hrannar-Pálmason lék á bassa og Una Haraldsdóttir á píanó og hljómborð. Dómarar í keppninni vori Lára Sóley Jóhannsdóttir, Pálmi Gunnarsson og Stefán Jakobsson.

Myndin af Margréti Hildi er tekin af Facebooksíðu skólafélagsins Hugins.