Nemendur í 3L heimsækja Tjarnarbíó
Nemendur í 3L heimsækja Tjarnarbíó

Um síðustu helgi fóru nemendur á þriðja ári á sviðslistabraut, 3L, í náms- og skemmtiferð til Reykjavíkur í umsjón Völu Fannel kennara og verkefnastjóra brautarinnar. ,,Ferðin var valfrjáls og óformleg. Þau máttu einnig taka þátt í þeim heimsóknum sem þau langaði. Alls mættu þau 12 af 16 og við vorum saman allan daginn. 

Dagskráin var þéttskipuð; þau fóru í Tjarnarbíó og hittu þar Orra Huginn, formanns Bandalags sjálfstæðra leikhópa. Þaðan fóru þau í LHÍ þar sem þau fengu skoðunarferð um skólann, samtal við fagstjóra leikarabrautarinnar, deildarstjóra sviðslista og fræðslustjóra sviðslista. Undir þessa deild falla leikarabrautin, sviðshöfundabrautin og samtímadans. Við fengum að spjalla við nemendur á 1. ári á leikarabraut og kennara þeirra. Að lokum var okkur boðið á danssýningu hjá dansnemendum á 1. ári.

Seinni partinn lá leið okkar  í Þjóðleikhúsið. Þar hittu þau Elísu sýningarstjóra og Melkorku sem er listrænn ráðunautur. Krakkaranir fengu að spyrja þær spjörunum úr og skoða húsið.

Krakkarnir fengu svo tækifæri á að fara á Hvað sem þið viljið á föstudagskvöldinu og leiksýninguna Ex á laugardagskvöldinu og mjög niðurgreiddu verði sem sumir nýttu sér.“

Við þökkum öllum þeim sem tóku á móti hópnum og gáfu sér góðan tíma til sýna þeim og segja frá.

Vala Fannell