Nýliðakaffi í MA
Nýliðakaffi í MA

Fyrsta nýliðakaffi annarinnar var drukkið nú í vikunni. Nýliðakaffið, sem er að finnskri fyrirmynd, er í umsjón Hildar Hauksdóttur. Hún skrifaði meistararitgerð um líðan nýliða í kennslu á framhaldsskólastigi og þróaði í kjölfarið starfstengda leiðsögn fyrir nýja kennara í MA sem gengur undir heitinu Nýliðakaffi. Það er haldið nokkrum sinnum yfir skólaárið og lögð áhersla á að mynda traust samfélag þar sem nýir kennarar geta viðrað líðan sína, leitað ráða hjá reyndari kennurum og velt vöngum. Og auðvitað er alltaf boðið upp á eitthvað gott með kaffinu.