Í gær var haldinn fundur í MA um skólaskil grunnskóla og framhaldsskóla. Fundurinn var að frumkvæði framhaldsskólanna á Norðurlandi eystra sem liður í samstarfi þeirra. Á fundinn komu stjórnendur framhaldsskólanna á Norðurlandi eystra og skólastjórnendur grunnskólanna í Eyjafirði og úr Þingeyjarsýslu ásamt náms- og starfsráðgjöfum.

Megintilgangur fundarins var að hefja umræður þessara skólastiga um breytingar sem eiga sér stað í skólunum og hvernig brugðist verður við þeim. Lára Stefánsdóttir skólameistari MTR og Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar héldu erindi um þessi skólaskil frá sjónarhóli framhaldsskóla- og grunnskólastigsins.

Stofnaður var vinnuhópur um hugmyndir að samvinnu skólastiganna. Þá er stefnt að ráðstefnu um samstarf skólanna, væntanlega á hausti komnada.

 

Sam
sam