Skólavarđan

Gönguferđir ađ Skólavörđunni í Vađlaheiđi eru vinsćlar um ţessar mundir. Nýveriđ var gönguleiđin ađ vörđunni merkt.

Skólavarđan

Útsýni frá Skólavörđunni. Mynd: Sćvar Helgason
Útsýni frá Skólavörđunni. Mynd: Sćvar Helgason

Gönguferđir ađ Skólavörđunni í Vađlaheiđi eru vinsćlar um ţessar mundir. Skólavarđan var hlađin veturinn 1930-31 og var eiginlega undanfari ţess sem síđar er orđiđ vinsćlt, íţróttir og útivist.

Skemmtileg frásögn um gerđ skólavörđunnar, annars konar líkamsrćkt og námsferđir birtist í Alţýđublađinu 29. mars áriđ 1936. Ţar segir Jón Kristjánsson frá ţví ađ nemendur í hinum nýja menntaskóla hafi fariđ upp á Vađlaheiđi og hlađiđ ţar skólavörđu, međal annars vegna ţess ađ gamla skólavarđan í Reykjavík hafđi veriđ rofin. Hann lýsir ferđinni og hleđslunni, en segir jafnframt frá annari, nýstárlegri líkamsrćkt en harđsperrućfingunum í leikfimishúsinu, međal annars sundnámskeiđi í Svafađaral, ćfingum róđrarfélagsins Braga á bátunum Kormáki og Hallfređi, sem skólinn lét smíđa, ferđ á Kaldbak og samsćti hjá foreldrum nýja leikfimiskennarans á Grenivík og ferđ nemenda MA og MR til Grímseyjar og um Ţingeyjarsýslur. Ţetta er bráđskemmtileg lesning.

Leikfimiskennarinn sem kom á öllum ţessum nýjungum var Hermann Stefánsson, en hann kenndi íţróttir, söng og fleira viđ skólann frá 1929-1974. Síđar kenndi hann nemendum skólans blak, og ţađ var einungis stundađ í MA uns gamlir nemendur tóku upp ţráđinn ađ námi loknu og stofnuđu blakfélög.

Voriđ 1974 var Skólavarđan orđin illa farin og meira og minna hrunin og ţá fóru verđandi stúdentar ađ undirlagi Tryggva Gíslasonar skólameistara og endurreistu vörđuna. Ţeir fóru nokkrar ferđir til ađ vinna verkiđ. Frá ţví eru til ágćtar myndir frá 2., 4. og 8. júní 1974.

2.júní 1974
2. júní 1974

4. júní 1974
4. júní 1974

8. júní 1974
8. júní 1974

 

Nú nýveriđ settu Sćvar Helgason og Kristinn Svanbergsson upp skilti viđ Vađlaheiđarveg, sem vísa á gönguleiđina upp ađ Skólavörđu og komu auk ţess fyrir brú yfir lćk eđa reyndar skurđ á leiđinni. Ţeir eru í hópi göngugarpa sem fara á fjöll áriđ um kring og oft ađ Skólavörđunni. Sćvar setti sér ţađ mark á síđasta ári ađ fara ađ vörđunni sem svarar einu sinni á viku, og stóđ viđ ţađ.

Kristinn
Kristinn setur upp skilti
Sćvar
Sćvar viđ Skólavörđuna

 

Á undanförnum árum hefur af og til boriđ viđ ađ afmćlisstúdentar hafa gengiđ upp ađ Skólavörđu ţegar ţeir koma hingađ og fagna stúdentsafmćlum. Sćvar lýsir gömngunni á ţessa leiđ: „Leiđin upp ađ Skólavörđu er mjög ţćgileg, samtals 5 km fram og til baka og 500 m gönguhćkkun. Tekur um 1,5-2,5 klst. ađ ganga. Frábćrt útsýni inn og út Eyjafjörđ og yfir Akureyri.“


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar