Árleg forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fer fram þriðjudaginn 4. október 2016. Líkt og undanfarin ár er fyrirkomulag keppninnar þannig að nemendur á fyrstu tveimur námsárunum keppa á neðra stigi en 3. og 4. bekkur á efra stigi. Verkefnin skal leysa án hjálpargagna og eru tímamörk 2 klst. á neðra stigi en 2.5 klst. á því efra.

Fulltrúar Íslands í Eystrasaltskeppninni, sem verður í Finnlandi í nóvember, verða valdir á grundvelli niðurstaðna í þessari forkeppni.

Tuttugu efstu á hvoru stigi forkeppninnar öðlast þátttökurétt í úrslitakeppninni sem haldin er á vormisseri. Í framhaldinu gefst nokkrum þeirra kostur á að taka þátt í norrænu stærðfræðikeppninni og hápunkturinn er síðan Alþjóða Ólympíukeppnin í stærðfræði sem fram fer í Brasilíu í júlí 2017.

Eldri verkefni úr keppninni má finna á http://www.stæ.is/stak.

Hér í Menntaskólanum hefjum við keppnina stundvíslega kl. 9:10 þriðjudaginn 4. október í M 01.

Með bestu kveðju,
stærðfræðikennarar MA.