Ása Helga ræðir við nemendur 4TUX
Ása Helga ræðir við nemendur 4TUX

Nemendur í 4. bekk raungreinadeildar fengu í dag í heimsókn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra kvikmyndarinnar Svanurinn, sem gerð er eftir sögu Guðbergs Bergssonar, og lesin er í þessum bekkjum.

Ása Helga sagði undan og ofan af tilurð kvikmyndarinnar, hvernig hún þróaðist upp úr því að vera skólaverkefni í kvikmyndaháskóla í Bandaríkjunum yfir í það að verða alvöru kvikmynd á tjaldi. Hún svaraði einnig allmörgum spurningum nemenda um eitt og annað sem hafði vakið athygli þeirra, meðal annars að koma huglægu og ljóðrænu efni á kvikmynd, um liti, birtu og alls kyns samspil þess sjónræna svo og samband við leikendur og aðra sem koma við sögu í kvikmyndagerð. Þetta var fróðleg og skemmtileg stund.

Fleiri myndir á Facebook.