Tólf MA-ingar voru í liđi Ţórs/KA í dag

Ţađ er ekki á hverjum degi sem íslensk liđ spila leiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Ţór/KA spilađi gegn Wolfsburg í Ţýskalandi í dag. Leikurinn

Tólf MA-ingar voru í liđi Ţórs/KA í dag

Liđ Ţórs/KA
Liđ Ţórs/KA

Ţađ er ekki á hverjum degi sem íslensk liđ spila leiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta en Ţór/KA spilađi gegn Wolfsburg í Ţýskalandi í dag. Leikurinn var seinni leikur liđanna í 32ja liđa úrslitum keppninnar. Wolfsburgarliđiđ vann ţýsku deildina og  bikarkeppnina á síđasta keppnistímabili. Liđiđ komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en tapađi ţeim leik í framlengingu. Međ liđi Wolfsburgar spilar landsliđsfyrirliđinn Sara Björk Gunnarsdóttir ásamt úrvalssveit landsliđsmanna hvađanćva úr heiminum. Ţekktasti leikmađur liđsins er danski framherjinn Pernilla Harder en hún var kjörinn besti leikmađur Evrópu um daginn.

Ţór/KA hafđi tapađ fyrri leiknum 1-0 og í dag sóttu Wolfsburgarkonur nánast allan leikinn í 2-0 sigri ţeirra.

Ţađ merkilega viđ liđsskipan Ţórs/KA í dag er ađ níu byrjunarliđsleikmenn eru núverandi eđa fyrrverandi MA-ingar. Tveir varamenn til viđbótar og einn leikmađur á meiđslalista eru MA-ingar. MA átti ţví tólf leikmenn í ţessum stóra leik i dag og geri ađrir betur. Leikmennirnir eru ţessir (útskriftarár eđa bekkur innan sviga): Arna Sif Ásgrímsdóttir (2012), Ágústa Kristinsdóttir (2014), Helena Jónsdóttir (2014), Lára Einarsdóttir (2015), Sandra María Jessen (2015), Rut Matthíasdóttir (2016), Lillý Rut Hlynsdóttir (2017), Andrea Mist Pálsdóttir (2018), Anna Rakel Pétursdóttir (2018), Margrét Árnadóttir (4.D), Hulda Björg Hannesdóttir (3.G), og Karen María Sigurgeirsdóttir (2.V).

Heimildamađur og ritari: Einar Sigtryggsson


Svćđi

Upplýsingar

Menntaskólinn á Akureyri

Eyrarlandsvegi 28  |  IS 600 Akureyri
S: +354 455 1555  |  F: +354 455 1556
Kennitala: 460269-5129

Ritstjóri: Sverrir Páll Erlendsson
Vefstjóri: Guđjón H. Hauksson

ma@ma.is


Skrifstofutími

Mánudaga - föstudaga 08.00 - 16.00
Lokađ um helgar