Nú styttist í lokanámsmat annarinnnar og próf og við óskum öllum nemendum góðs gengis í þeim.    Þið kæru nemendur eruð að uppskera eftir vinnu annarinnar og gerið ykkar besta.  

 Nokkur atriði til að hafa í huga:    

  • Skoðið vel próftöflu í INNU. Athugið að próf hefjast ýmist kl. 9 eða 13 (og eitt kl. 12).   
  • Stofutöflur verða hengdar upp á töfluna við afgreiðsluna á Hólum að morgni prófdags. 
  • Ef einhver kemst ekki í próf vegna veikinda þarf að tilkynna það áður en próf hefst með því að senda póst á afgreidsla@ma.is eða sag@ma.is eða hringja  í síma 455-1555. Vinsamlegast ekki skrá beint í Innu. Sjúkraprófin verða svo 18. – 19. desember.   
  • Munið að taka ekkert með ykkur inn í prófstofu annað en pennaveski og leyfileg hjálpargögn. Aðeins nauðsynleg ritföng og leyfileg hjálpargögn mega vera á prófborðinu. Geymið pennaveski á gólfinu við hliðina á sætinu ykkar meðan þið takið prófið. Óleyfileg hjálpargögn þýða ógilt próf.
  • Ekki má hafa nein snjalltæki á sér íprófsæti (hvort sem er sími, snjallúr eða önnur tæki). Hægt er að geyma þau á kennaraborðinu.   
  • Yfirhafnir og töskur þarf því að geyma annarsstaðar. Nýtið ykkur skápana ef þið hafið aðgang að þeim og fatahengin í anddyrinu.   
  • Lágmarkstími inn í prófi er 30 mínútur. 
  • Verið stundvís, tillitssöm við samnemendur ykkar og fylgið prófareglum og fyrirmælum yfirsetukennara. 
  • Í prófstofu þarf að ríkja alger þögn. Fagkennarar koma tvisvar til þrisvar í stofuna meðan á prófi stendur og ef nemandi þarf að spyrja kennara þarf að rétta upp hönd. Athugið að kennari getur ekki aðstoðað nemendur við svör eða sagt til um hvort verið er að svara rétt.   
  • Skólinn verður opinn helgina 9. – 10. desember frá kl. 10-18 og hægt að nýta kennslustofurnar til lestrar. Í næstu viku er opið til kl. 22. Skilyrðið er að umgengnin sé óaðfinnanleg. 
  • Mjög mikilvægt er að það sé þögn í skólanum á próftíma. Þess vegna eruð þið beðin um að safnast ekki saman í Kvosinni eftir próf. Allur hávaði getur verið mjög truflandi fyrir þá sem eftir eru í prófum. Hafið það í huga og sýnið tillitsemi.    
  • Fyrstu einkunnir birtast í INNU 15. desember 
  • Því miður er ekki hægt að heimila próftöku annars staðar en í MA, nema í algjörum undantekningartilfellum.