Fjölmargir nýstúdentar fengu verðlaun og viðurkenningar. Á myndinni eru dúx og semidúx skólans, þær …
Fjölmargir nýstúdentar fengu verðlaun og viðurkenningar. Á myndinni eru dúx og semidúx skólans, þær Helga Viðarsdóttir og María Björk Friðriksdóttir

Við brautskráningu eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur. 

Eftirtaldir nemendur fengu verðlaun:

Þrír nýstúdentar fengu Hvatningarverðlaun MA, þau Anna Hlín Guðmundsdóttir, Cynthia Anne Namugambe og Þröstur Ingvarsson

Anna Elísa Axelsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku á stúdentsprófi og Stjörnu-Odda verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í jarð- og stjörnufræði

Birgir Orri Ásgrímsson: Saga skólans fyrir trausta forystu og stjórn í félagsmálum

Dagur Máni Guðmundsson: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði og stærðfræði 

Eva Natalía Elvarsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði 

Eva Lind Magnúsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði

Guðrún María Aðalsteinsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi

Helga Sóley Guðjónsdóttir Tulinius: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ensku og heimspeki

Helga Viðarsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í frönsku. Helga fékk lika Raungreinaverðlaun HR fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum. Helga er semidúx skólans.

Hildur Arnarsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku og þýsku

Inga Rakel Aradóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Inga Rakel fékk líka Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og eftirtektarverðan árangur í íþróttum

Írena Rut Sævarsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sögu

Karen Dögg Gunnarsdóttir: Viðurkenning fyrir óaðfinnanlega skólasókn en hana vantaði ekki í einn einasta tíma öll árin þrjú

María Björk Friðriksdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði og líffræði. María Björk er dúx skólans og fékk gulluglu skólans

Selma Hrönn Elvarsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi

Sigríður Elva Sigurðardóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði

Sóley Eva Magnúsdóttir: Verðlaun fyrir virkni og metnað á stúdentsprófi á sviðslistabraut

Telma Þorvaldsdóttir: Verðlaun fyrir virkni og metnað í heilsu- og lífsstílsáföngum

Þorbjörg Þóroddsdóttir: Verðlaun fyrir ástundun og framfarir á stúdentsprófi á sviðslistabraut

Þórunn Edda Þorbergsdóttir: Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í  ensku og Hjaltalínsverðlaunin fyrir samanlagðan árangur í ensku og íslensku

Ýmis fyrirtæki, félög og stofnanir gáfu verðlaun, auk skólans sjálfs, og Menntaskólinn á Akureyri þakkar þeim fyrir stuðninginn: Danska sendiráðið, Efnafræðifélagið, Stærðfræðifélagið, Stjörnu-Oddi, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, A4, Höldur, Kjarnafæði, Norðurorka,  Penninn-Eymundsson, Sjúkrahúsið á Akureyri, Skógarböðin.