Við Skólavörðuna í gær.
Við Skólavörðuna í gær.

Nemendur í útivistaráfanga fóru á samt Þórhildi Björnsdóttur kennara sínum upp að Skólavörðu í góða veðrinu í gær.

Í sumar hefur verið afar vinsælt að ganga að Skólavörðunni á Vaðlaheiði. Varðan var upphaflega hlaðin veturinn 1930-1931. Það var um það leyti sem MA var orðinn menntaskóli, og nemendur hlóðu vörðuna sem einkennistákn, að vissu leyti vegna þess að hin táknræna varða Lærða skólans í Reykjavík hafði verið rifin. Ungur íþróttakennari, Hermann Stefánsson átti drjúgan þátt í þessu framtaki.

Varðan stóð svo og nemendur gerðu sér ferð að henni af og til, en með tímanum lagðist sá siður af. Um það bil sem Hermann Stefánsson hætti störfum við MA, vorið 1974, greip Tryggvi Gíslason skólameistari til þess að láta endurreisa vörðuna. Síðan hefur hún verið í þokkalegu standi og stundum hafa hópar afmælisstúdenta gengið upp að vörðu. Skátar og aðrir áhugamenn hafa stikað leiðina að vörðunni og í sumar var leiðin merkt og gerð greiðari (sjá frétt). Í kjölfar þess hefur þeim sem hafa gengið að vörðunni fjölgað stórum, jafnt einstaklingum sem hópum, og þarna er nú ný gestabók.

Í góða veðrinu í gær gekk þessi myndarlegi nemendahópur upp að vörðu og allir lögðu stein í hana. Það er góður siður og viðhelddur þessu mannvirki.

Þórhildur Björnsdóttir tók myndina.