Meðferð ágreiningsmála | Menntaskólinn á Akureyri (ma.is)

Persónuupplýsingar | Menntaskólinn á Akureyri (ma.is)

Reglur um bindindi | Menntaskólinn á Akureyri (ma.is)

Reglur um skólasókn | Menntaskólinn á Akureyri (ma.is)

Reglur um tölvunotkun | Menntaskólinn á Akureyri (ma.is)

Reglur um umgengni | Menntaskólinn á Akureyri (ma.is)

Brot á reglum skólans: 

Brjóti nemandi reglur skólans er honum veitt skrifleg viðvörun áður en til áminningar kemur, nema brotið sé þess eðlis að því verði ekki við komið, s.s. brot á almennum hegningarlögum. Fái nemandi áminningu skal hún vera skrifleg þar sem fram kemur:

  • tilefni áminningar og þau viðbrögð sem fylgja í kjölfarið brjóti nemandi aftur af sér,
  • að nemandanum sé gefinn kostur á að andmæla áminningu og skal tímafrestur hans til þess skilgreindur.

Brjóti ólögráða nemandi reglur skólans eru foreldrar/forráðamenn látnir vita um það með skriflegum hætti. Senda skal foreldrum/forráðamönnum ólögráða nemanda afrit af skriflegum viðvörunum og áminningum sem nemandinn hlýtur.

Framhaldsskólar skulu skrá feril máls þegar ágreiningsmál koma upp innan skólans eða þegar um brot á skólareglum er að ræða. Við meðferð mála skal sérstaklega gæta ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga nr. 121/1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og upplýsingalaga nr.50/1996. Leitast er við að afgreiða brot á skólareglum með skjótum hætti.