Allir kennarar í Menntaskólanum á Akureyri, sem eru í hálfu starfi eða meira, eru umsjónarkennarar. Í fyrsta og öðrum bekk eru tveir umsjónarkennarar, sem skipta með sér störfum en einn umsjónarkennari er í þriðja bekk. Námsráðgjafar hafa yfirumsjón með umsjónarstarfi í MA.

Meginmarkmið umsjónarstarfs í Menntaskólanum á Akureyri

 • að stuðla að betra gengi nemenda og draga á þann hátt úr brottfalli þeirra úr skóla.
 • að stuðla að betri líðan nemenda í skólanum.
 • að efla samkennd og samstöðu meðal nemenda og starfsfólks skólans.

Hlutverk umsjónarkennara í MA

 • að veita nemendum upplýsingar um skólann og benda þeim á hvar þeir geta leitað sér upplýsinga um t.d. starfshætti, reglur, námsbrautir og valgreinar.
 • að miðla upplýsingum frá stjórnendum og öðru starfsfólki skólans til nemenda.
 • að fylgjast með ástundun og gengi nemenda og veita þeim persónulegt aðhald og stuðning.
 • að fylgjast með mætingum nemenda.
 • að stuðla að jákvæðum bekkjaranda.
 • að sjá til þess að bekkurinn kjósi sér umsjónarmann.
 • að vera talsmaður nemenda gagnvart stjórnendum skólans.
 • að upplýsa forráðamenn ólögráða nemenda um gengi þeirra og ástundun, sé þess  óskað.
 • Að hafa tiltekinn viðtalstíma fyrir nemendur og forráðamenn þeirra einu sinni í viku.
 • Að sitja a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum ólögráða nemenda.