Áfengi og önnur vímuefni

Nemendur skólans mega ekki vera undir áhrifum áfengis eða annarra vímuvaldandi efna í skólanum eða á lóð hans né heldur á skemmtunum, samkomum eða ferðalögum sem farin eru á vegum skólans eða í nafni hans. Sé áminningu skólameistara ekki sinnt er nemanda vikið úr skóla.

Tóbakslaus skóli

Menntaskólinn á Akureyri er tóbakslaus skóli. Óheimilt er að reykja eða nota annað tóbak, þar með talið munntóbak og neftóbak, í húsum skólans og á lóð hans.