Reglur um tölvu- og tækjanotkuní Menntaskólanum á Akureyri

Einkunnarorð skólans, virðing, víðsýni, árangur, gilda í öllu starfiskólans, einnig í allri meðferð samskiptatækja.

Við sýnum virðingu í allri notkun og meðferð samskiptatækja.

Við leitumst við að efla víðsýni okkar með nýtingu tækninnar okkur til framdráttar.

Við stefnum sífellt á að bæta árangur okkar um leið og við tökumst á við breytingar sem felast í tækniþróun.

Kennarinn er verkstjóri og setur vinnureglur í kennslustundum.

Nemendur virða rétt félaga sinna til að stunda nám sitt ótruflaðir.

Tölvur, síma og önnur samskiptatæki má aðeins nota í kennslustundum ef kennari leyfir eða mælir svo fyrir.

Allar myndatökur og upptökur í kennslustundum eru óheimilar nema með leyfi kennara.

Tölvubúnaður Menntaskólans á Akureyri er eign skólans og einungis ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annarra þátta er samræmast markmiðum skólans.


Skólanum er ekki unnt að gera ýtrustu kröfur um öryggi, eins og þær þekkjast í tölvuvinnslu - en notendum er treyst til þess að virða þær reglur sem hér fylgja. Öll tölvunotkun í skólanum, afnot af tölvum skólans og tölvukerfi, lýtur sömu reglum.

 • Nemendur, sem eru að vinna verkefni vegna náms, hafa forgang í tölvur skólans.
 • Handhafi notendanafns í tölvukerfi skólans er ábyrgur fyrir allri notkun þess.
 • Skólinn áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt.

Óleyfilegt er:

 • að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu,
 • að reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en því sem notandi hefur fengið úthlutað,
 • að nota aðgang að neti skólans til þess að reyna að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra,
 • að sækja, senda, geyma eða nota á neti eða tölvum skólans forrit sem hægt er að nota til innbrota eða annarra skemmdarverka,
 • að breyta vinnuumhverfi á tölvum skólans þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda,
 • að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu skólans,
 • að afrita hugbúnað eða gögn í eigu annarra án leyfis eiganda,
 • að setja inn hugbúnað á tölvur skólans án samþykkis kerfisstjóra,
 • að vísa á, senda, sækja eða geyma klámefni eða ofbeldisefni,
 • að senda póst á marga póstlista skólans í senn án leyfis tölvudeildar. Nemendur mega senda póst á alla sína bekksögn en ekkert umfram það nema með leyfi tölvudeildar. Nemendur fá ekki leyfi til að senda póst vegna glataðra hluta.

Varðandi notkun á tölvum í námi er vísað til skólareglna.

Að öðru leyti er vísað til reglna FS-netins. Notendur kerfisins skulu að kynna sér þessar reglur þar sem þeir eru ábyrgir samkvæmt þeim.

Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvukerfi skólans og - sé um alvarlegt eða endurtekið brot að ræða - brottvísunar úr skóla.