- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólanefnd starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Skólanefnd MA fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skólans. Nánari upplýsingar um fundi skólanefndar veitir skólameistari.
Í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri, skipuð haust 2025, eru:
Aðalmenn án tilnefningar: Freydís Heba Konráðsdóttir, Ólöf Ýrr Atladóttir og Þorgeir Rúnar Finnsson
Aðalmenn samkvæmt tilnefningu Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra: Heimir Árnason og Magni Þór Óskarsson
Varamenn án tilnefningar: Héðinn Svarfdal Björnsson og Unnur Pétursdóttir
Varamenn samkvæmt tilnefningu Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra: Lára Halldóra Eiríksdóttir
Áheyrnarfulltrúar skólaárið 2025-2026:
Kristinn Berg Gunnarsson - f.h. kennara. Til vara: Eyrún Huld Haraldsdóttir
Forseti Hugins, fulltrúi nemenda,
Katrín Jóhannesdóttir f.h. foreldra.
Karl Frímannsson skólameistari
Sigurlaug A. Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari