- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
Skólanefnd starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Skólanefnd MA fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skólans. Nánari upplýsingar um fundi skólanefndar veitir skólameistari.
Í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri sem skipuð var vorið 2017:
Aðalmenn:
Andri Teitsson formaður
Álfheiður Svana Kristjánsdóttir
Helga Rún Traustadóttir
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Jóhann Jónsson
Varamenn:
Baldvin Valdemarsson
Guðmundur Magnússon
Laufey Petrea Magnúsdóttir
Bjarni Th. Bjarnason
Elva Gunnlaugsdóttir
Áheyrnarfulltrúar skólaárið 2020-2021:
Arnfríður Hermannsdóttir f.h. kennara; varamaður: Rannveig Ármannsdóttir
Ína Soffía Hólmgrímsdóttir fulltrúi nemenda,
Helga Jónasdóttir f.h. foreldra.