- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Skólanefnd starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Skólanefnd MA fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skólans. Nánari upplýsingar um fundi skólanefndar veitir skólameistari.
Í skólanefnd Menntaskólans á Akureyri sem skipuð var vorið 2021:
Aðalmenn:
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir - Skipun ráðherra eftir tilnefningu SSNE
Elías Gunnar Þorbjörnsson - Skipun ráðherra eftir tilnefningu SSNE
Erla Rán Kjartansdóttir - Skipun ráðherra án tilnefningar
Kristrún Lind Birgisdóttir - Skipun ráðherra án tilnefningar
Óli Þór Jónsson - Skipun ráðherra án tilnefningar
Varamenn:
Ágúst Torfi Hauksson - Skipun ráðherra án tilnefningar
Elva Gunnlaugsdóttir - Skipun ráðherra eftir tilnefningu SSNE
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir - Skipun ráðherra án tilnefningar
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson - Skipun ráðherra eftir tilnefningu SSNE
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson - Skipun ráðherra án tilnefningar
Áheyrnarfulltrúar skólaárið 2024-2025:
Kristinn Berg Gunnarsson - f.h. kennara. Til vara: Eyrún Huld Haraldsdóttir
Bjartmar Svanlaugsson - fulltrúi nemenda,
Erla Björg Guðmundsdóttir - f.h. foreldra.