Foreldrafélag Menntaskólans á Akureyri (FORMA) var stofnað þann 19. desember 2003. Núverandi  stjórn FORMA fundar mánaðarlega og fer yfir ýmis mál sem upp koma í tengslum við ólögráða nemendur skólans.  Félagið hefur með einum og öðrum hætti hvatt til samstarfs foreldra, skólayfirvalda og nemenda. Haldnir hafa verið forvarnafundir auk þess sem stjórn félagsins hefur unnið markvisst með námsráðgjafa skólans að ýmsum málum.

  • Markmið FORMA koma fram í starfsreglum þess:
  • Að efla samstarf milli foreldra um málefni sem varða velferð, menntun og þroska nemenda.
  • Að vera vettvangur samstarfs og samráðs foreldra og forráðamanna nemenda.
  • Að tryggja gott samstarf foreldra og forráðamanna , nemendafélaga og starfsfólks skólans.
  • Að skapa farveg fyrir samskipti við stjórnendur skólans um málefni og hagsmuni ólögráða nemenda sérstaklega bæði gagnvart námsaðstæðum og þjónustu af hálfu skólans.
  • Að styðja heimili og skóla í að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.


FORMA starfar skv. heimild í lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008:
IX. kafli. Ýmis ákvæði. 
50. gr.
Foreldraráð.

Við hvern framhaldsskóla skal starfa foreldraráð. Skólameistari boðar til stofnfundar þess. Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Félagsmenn geta verið foreldrar nemenda við skólann.
 Kjósa skal í stjórn ráðsins á aðalfundi þess. Foreldraráð tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í skólanefnd. Foreldraráð setur sér starfsreglur.

Fyrirspurnum og ábendingum má koma til FORMA með tölvupósti: forma@ma.is