Félagsgreinabraut (Staðfestingarnúmer 376)
Brautin veitir góðan almennan undirbúning fyrir nám á háskólastigi, sérstaklega í félagsgreinum. Einkennisgreinar brautarinnar eru einkum félagsfræði, fjölmiðlafræði, heimspeki, saga, sálfræði, stjórnmálafræði og uppeldisfræði.
Kjörnámsbraut (Staðfestingarnúmer 382)
Á kjörnámsbraut taka nemendur ákveðinn brautarkjarna og velja sér þá sérhæfingu sem þeir kjósa að leggja áherslu á í námi sínu. Námsferill nemenda á kjörnámsbraut er skipulagður í samráði við brautastjóra.
Brautin veitir góðan almennan undirbúning fyrir nám á háskólastigi, ásamt því að veita góðan og sértækan undirbúning í þeim námsgreinum sem nemendur leggja sérstaka áherslu á.
Mála- og menningarbraut (Staðfestingarnúmer 375)
Brautin veitir góðan almennan undirbúning fyrir nám á háskólastigi, sérstaklega í tungumálum og öðrum hugvísindum. Einkennisgreinar brautarinnar eru einkum erlend tungumál, íslenska, saga, menning og miðlun.
Náttúrufræðibraut (Staðfestingarnúmer 385)
Brautin veitir góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi, sérstaklega í raungreinum og heilbrigðisgreinum. Mikið svigrúm er til sérhæfingar í vali á brautinni. Einkennisgreinar brautarinnar eru einkum eðlisfræði, efnafræði, líffræði og stærðfræði.
Raungreinabraut (Staðfestingarnúmer 377)
Brautin veitir góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi, sérstaklega í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og verkfræði, með námsframboði til sérhæfingar í eðlisfræði og stærðfræði. Einkennisgreinar brautarinnar eru einkum eðlisfræði, efnafræði, líffræði og stærðfræði.