Nemendur í 1. og 2. bekk hafa umsjónarkennara og í 3. bekk ef hægt er.

Meginmarkmið umsjónar með nemendum er að tryggja sem best velferð þeirra í skólanum og koma í veg fyrir brotthvarf þeirra frá námi. Það er gert með því að stuðla að góðum bekkjaranda, fylgjast með líðan nemenda, árangri og ástundun og upplýsa forráðamenn um stöðu nemenda.

Hlutverk umsjónarkennara í MA

• Heldur/Tekur þátt í foreldrafundi í upphafi haustannar (fyrir nýnema).

• Fundar með stoðteymi einu sinni á önn.

• Veitir nemendum upplýsingar um skólann og bendir þeim á hvar þeir geta leitað sér upplýsinga um t.d. starfshætti, reglur, einingastöðu, námsbrautir og valgreinar.

Umsjónarkennari í 3. bekk fylgist sérstaklega vel með einingastöðu og námsferlum nemenda og vísar málefnum til brautarstjóra ef þarf.

• Miðlar upplýsingum frá stjórnendum og öðru starfsfólki skólans til nemenda.

• Tekur nemendur í viðtöl a.m.k. einu sinni á önn. Viðtölin geta verið einstaklingsviðtöl eða hópviðtöl eftir aðstæðum. • Heldur umsjónartíma/bekkjarfundi a.m.k. einu sinni í mánuði og setur skýr markmið með tímunum.

• Fylgist með mætingu, ástundun og gengi nemenda og veitir þeim persónulegt aðhald og stuðning og setji sig í samband við stoðteymi þegar við á.

• Upplýsir forráðamenn ólögráða nemenda um gengi þeirra og ástundun ef þörf krefur.

• Stuðlar að jákvæðum bekkjaranda með markvissum hætti.

• Sér til þess að bekkurinn kjósi sér umsjónarmann (gert í nýnemafræðslu í 1. bekk). • Er talsmaður nemenda gagnvart stjórnendum skólans.

• Upplýsir nýjan umsjónarkennara á annaskiptum um það sem fram hefur farið í vinnu bekkjarins