Þráðlausa netið í MA hefur nafnið "ma" (ssid). Öryggið er tryggt með WPA2 Enterprise staðli sem gerir mjög örðugt að brjótast inn á netið og hlera eftir upplýsingum eða gera annan óskunda. Notendur tengjast netinu með sínum MA-auðkennum (notandanafn og lykilorð) og geta notað netið eftir það án þess að vera spurðir frekar um auðkenni. Þessi auðkenning gengur hnökralaust fyrir sig á flestum tölvubúnaði en er þó dálítið flóknara með Windows Vista, Windows 7 og Windows XP - Athugið að Windows XP verður að hafa Service Pack 3 uppsettan.

Tölvudeild MA hefur sett saman leiðbeiningar fyrir Windows-notendur sem finna má á þessum tenglum hér fyrir neðan.

  • Windows 7 - stutt leið
    • Hlaðið niður þessum tveimur skjölum í eina og sömu möppuna, á Desktop t.d. (hægri smella á bæði og velja vista sem), wireless-ma-win7.bat og wireless-ma-win7.xml. Þegar skjölin eru komin á áfangastað er hægri smellt á wireless-ma-win7.bat hún keyrð með Administrator-réttindum (Run as Administrator). - Þetta gerir að verkum að tölvan getur tengst við MA-netið og biður um notandanafn og lykilorð.
  • Windows XP