Þráðlausa netið í MA hefur nafnið "ma" (ssid). Öryggið er tryggt með WPA2 Enterprise staðli sem gerir mjög örðugt að brjótast inn á netið og hlera eftir upplýsingum eða gera annan óskunda. Notendur tengjast netinu með sínum MA-auðkennum (notandanafn og lykilorð) og geta notað netið eftir það án þess að vera spurðir frekar um auðkenni. Þessi auðkenning gengur hnökralaust fyrir sig á flestum tölvubúnaði.