Algengt er að nemendur viti ekki hvar áhugasvið þeirra liggur og hvert skuli stefna. Þetta getur bæði átt við nýnema sem eru að velja sér svið innan skólans og þá sem eru að ljúka stúdentsprófi og standa frammi fyrir vali á áframhaldandi námi. Óhætt er að fullyrða að áhugasvið nemenda skiptir miklu máli varðandi náms- og starfsval.

Til að kanna skipulega áhugasvið nemenda notum við tvær áhugasviðskannanir, STRONG sem er bandarísk áhugasviðskönnun og ætluð fyrir 18 ára nemendur og eldri. BENDILL er íslensk rafræn áhugasviðskönnum fyrir framhaldsskólanemendur. Hægt er að taka áhugasviðskannanir hjá námsráðgjöfum skólans.  Pantið tíma eða sendið okkur tölvupóst. sandra@ma.is og lena@ma.is.