Brautin er unnin í náinni samvinnu við Menningarfélag Akureyrar og er ætlað að veita nemendum innsýn í töfraheima sviðslistanna. Auk sviðslistaáherslunnar er áhersla lögð á breiða almenna menntun sem veitir góðan grunn fyrir líf og starf og áframhaldandi nám.

Markmið brautarinnar er að nemendur kynnist hinum ýmsu hliðum og störfum innan sviðslistaheimsins og öðlist góða grunnmenntun í sviðslistum. Stúdentspróf af brautinni veitir því bæði markvissan undirbúning til frekara náms á því sviði auk þess sem það veitir nemendum góðan grunn undir almennt háskólanám og ýmis störf.

Sértækir áfangar brautarinnar eru þessir (samtals 52 einingar);

Einnig taka nemendur alla áfanga í kjarna kjörnámsbrautar, auk áfanga sem hafa það markmið að veita nemendum breiða almenna menntun.

  • Menningar- og náttúrulæsi
  • Íslenska, 3 áfangar
  • Enska, 4 áfangar
  • Stærðfræði, 3-4 áfangar
  • Danska, 2 áfangar
  • Saga, 2 áfangar
  • Þriðja mál (franska/þýska),
  • 3 áfangar Heilbrigði og lífsstíll,
  • 4 áfangar Líffræði, siðfræði, eðlisvísindi, náms- og starfsval
  • Frjálst val, 4-5 áfangar