• Menntaskólinn á Akureyri leggur áherslu á heilnæmt og snyrtilegt umhverfi skólans.
  • Keppa skal markvisst að því að starfsemi og rekstur skólans sé svo umhverfisvænn sem kostur er.
  • Sett skulu upp markmið sem vinna skal að til að ytra og innra umhverfi skólans sé ávallt til fyrirmyndar hvað umhverfismál og umhverfisfræðslu varðar.
  • Skólinn skal ávallt fylgjast með nýjungum á sviði umhverfismála og miðla þekkingu til nemenda og starfsfólks á markvissan hátt.
  • Umhverfisstefna skólans skal vera einföld og skýr og skal birt á vef skólans.

Í Umhverfisnefnd MA eru:

  •  Bjarni Jónasson (umhverfisfulltrúi), Einar Sigtryggsson, Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir, Ragnheiður Tinna Tómasdóttir og Stefán Sigurðsson

Markmið:

  • Að fylgja settum lögum og reglugerðum um umhverfisvernd og setja markmið til að ná þeim.
  • Að bjóða upp á fræðslu um umhverfismál.
  • Að virkja nemendur og starfslið skólans til þátttöku í umhverfismálum.
  • Að taka fyrir ákveðin verkefni sem snerta umhverfismál á degi umhverfisins ár hvert.
  • Að taka fyrir ákveðna efnisþætti og gera nemendum og starfsfólki grein fyrir þeim.
  • Að taka þátt í sameiginlegum umhverfisverkefnum með öðrum skólum.
  • Að meta árangur í umhverfismálum í skólanum, að gera sýnilegt það sem vel er gert og leita leiða til úrbóta á því sem betur má fara.
  • Að vera í fararbroddi í umhverfismálum og fylgjast með framförum Akureyrarbæjar í þeim málaflokki.

Staðan í umhverfismálum:

  • Við skólann vinnur áhugasamt fólk um umhverfismál og má geta þess sérstaklega að starfsfólk tæknideildarinnar, ræstitæknar, bryti og starfslið hans hafa sýnt mikinn dugnað við flokkun lífræns úrgangs, pappírs, plasts, ferna, skilagjalds umbúða, spilliefna og málma. Unnið hefur verið að betri nýtingu þessara efna ásamt orkusparnaði og öryggismálum svo fátt eitt sé nefnt.
  • Sérstakur verkefnahópur vann mikilvæga undirbúningsvinnu í skólanum að umhverfismálum árið 1997. Hópurinn sem skipaður var í haustið 2008 til að fara yfir drög að umhverfisstefnu lagði þau fram lítið breytt og skólaráð samþykkti þau á fundi í október 2008 sem umhverfisstefnu skólans.
  • Umhverfisstefna Menntaskólans á Akureyri er byggð á tillögum um umhverfisstefnu í ríkisrekstri sem umhverfisráðuneytið gaf út 1997 og samþykktar voru í ríkisstjórn 1997. Þar er hvatt til að allar opinberar stofnanir setji sér umhverfisstefnu.
  • Menntaskólinn á Akureyri hefur verið handhafi grænfánans frá því í maí 2009 og hlaut fjórða grænfánann í desember 2020.

Helstu verkefni umhverfisnefndar:

  • Að hafa allan húsbúnað og búnað til vinnu og starfsaðstöðu í fullkomnu lagi svo öryggi og hreinlæti sé hvergi ábótavant.
  • Að fylgjast með orkunotkun, stilla ofnkrana og loftræsta svo orkunotkun til upphitunar verði sem hagkvæmust. Stuðla skal að sem hagkvæmastri lýsingu í húsnæði skólans utan sem innan.
  • Að gera umhverfisvæn innkaup eftir því sem mögulegt er hverju sinni. Taka skal tillit til kostnaðar og gæða vegna förgunar umbúða og mengunar við framleiðslu vörunnar eftir því sem við verður komið.
  • Að nýta umhverfisvæn hreingerningarefni eftir því sem hægt er.
  • Að fara varlega og sparlega með öll spilliefni, flokka þau frá sorpi, svo sem prentvökva, rafhlöður, flúorperur, málningu og leysiefni og koma þeim í spilliefnamóttöku.
  • Að flokka úrgang og stefna að því að aðeins 5-10 % fari sem almennt sorp til förgunar, öðru sé skilað sem hráefni til endurnýtingar og endurvinnslu.
  • Matarleyfar, drykkjarumbúðir, plast, pappír, fernur, gler, málmar og timbur fari í endurvinnslu og lögð sé áhersla á að tyggigúmmí sé úrgangur sem eigi að fara í almennt sorp.
  • Að allur óskila fatnaður og skór fari til líknarfélaga svo sem Rauða krossins, Hjálpræðishersins og mæðrastyrksnefndar.
  • Að skýrar merkingar og leiðbeiningar um umferð og umgengni innan húss og utan séu sýnilegar, þar á meðal merkingar um að óæskilegt sé að láta bifreiðir ganga í lausagangi. Gönguleiðir séu greiðar og hjólastæði næg fyrir hjólandi vegfarendur.