Félagslíf í Menntaskólanum á Akureyri er gríðarlega mikið og mikivægt fyrir félagsþroska nemendanna. Félagsstarfið er undir yfirumsjón stjórnar Hugins, skólafélags MA. Öll félög nemenda heyra á sinn hátt undir hatt skólafélagsins Hugins.

Félagsmálafulltrúi MA er Unnar Vilhjálmsson. Hann er nemendum innan handar við stjórn félgasstarfsins, leiðbeinir nemendum og er tengiliður þeirra við skólayfirvöld.