Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:

  • meiðsli og sjúkdóma
  • mataræði og hreyfingu
  • sjálfsmynd og líkamsímynd
  • tilfinningaleg og geðræn vandamál
  • áfengis- og eiturlyfjaneyslu
  • reykingar og nikótínneyslu
  • kynheilbrigði
  • verki og vanlíðan

Skólahjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu.

Aðstaða hjúkrunarfræðings er í viðtalsherbergi í Gamla skóla og er viðvera í skólanum á miðvikudögum frá kl. 8-16 og á fimmtudögum kl. 8-12. Hægt er að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingi í gegnum bókunarkerfi á heimasíðu skólans. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir til hjúkrunarfræðings í gegnum tölvupóst (audur@ma.is), eða bara mæta á staðinn. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að hafa samband ef þeir hafa einhverjar spurningar, athugasemdir eða áhyggjur. 

 

Auk viðtalstíma fyrir nemendur mun skólahjúkrunarfræðingur:

  • vera hluti af stoðteymi skólans
  • sinna fræðslu í skólanum sem tengist heilbrigðismálum
  • vera í samstarfi við forvarnarteymi skólans og kennara við vinnu að forvörnum
  • taka þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli
  • vera innanhandar með ráðgjöf og fræðslu til kennara og starfsfólks
  • eftir þörfum sjá um eftirfylgni nemenda sem eiga við veikindi eða önnur vandamál að stríða
  • finna meðferðarúrræði fyrir nemendur sem á því þurfa að halda

 Hjúkrunarfræðingur skólans er Auður Karen Gunnlaugsdóttir.