Í Menntaskólanum á Akureyri er boðið upp á þjónustu skólahjúkrunarfræðings samkvæmt samningi milli heilsugæslu og framhaldsskóla. Skólahjúkrunarfræðingur er hluti af stoðteymi skólans ásamt skólasálfræðingi og námsráðgjöfum.

Þjónusta skólahjúkrunarfræðings er í formi einstaklingsmiðaðrar ráðgjafar.

Skólahjúkrunarfræðingur:

  • Veitir ráðleggingar um heilbrigði og líðan
  • Leiðbeinir hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu og veitir ráðgjöf varðandi þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er
  • Býður upp á fræðslu um næringu, svefn, hreyfingu og kynheilbrigði
  • Metur veikindi og meiðsli

Hjúkrunarfræðingur skólans er Auður Karen Gunnlaugsdóttir. Hún er með viðtalsherbergi í Gamla skóla og er viðvera í skólanum á þriðjudögum kl. 8-16 og miðvikudögum kl. 12-16. Viðtalstímar hjá hjúkrunarfræðingi eru bókaðir á heimasíðu skólans. Einnig er velkomið að senda fyrirspurn á audur@ma.is eða koma við án þess að bóka tíma.