Menntaskólinn á Akureyri er bóknámsskóli á framhaldsskólastigi þar sem nemendur ljúka námi með stúdentsprófi, sem veitir þeim aðgang að námi í háskólum, heima og erlendis.

Nám og kennsla er mismunandi eftir námsgreinum og námsmat sömueiðis. Í flestum áföngum er námsmatið að hluta til símat og að hluta próf, skriflegt og/eða munnlegt. Sumir áfangar eru próflausir, þ.e. ekki með munnlegu eða skriflegu lokaprófi. Þá eru margvísleg verkefni á námstímanum metin til einkunnar. Fyrirkomulag námsmats er kynnt í kennsluáætlun áfangans.

Sjá einnig Reglur um skólasókn.