Skólasöngur MA

Skólasöngur MA er við ljóð Davíðs Stefánssonar og lag Páls Ísólfssonar.
(Miðerindið er einungis sungið við skólaslit)

Undir skólans menntamerki
mætast vinir enn í dag.
Sýnum öll í vilja og verki
vöxt og trú og bræðralag.
Forna dáð er fremd að rækja.
Fagrir draumar rætast enn.
Heill sé þeim, sem hingað sækja,
höldum saman, Norðanmenn.

Enn er liðinn langur vetur,
loftin blá og jörðin græn.
Hefji hver sem hafið getur
huga sinn í þökk og bæn.
Svo skal lofa liðna daga
að líta fram og stefna hátt.
Þá fær Íslands unga saga
æðra líf og nýjan mátt.

Allt skal lúta einum vilja.
Allt skal muna þennan dag.
Allir sem við skólann skilja
skulu syngja þetta lag.
Sýnum öll á sjó og landi
sigurþrek hins vitra manns.
Sýnum það að afl og andi
eigi skóla norðanlands.

 

Hátíðarljóð, kvæðaflokkur Davíðs Stefánssonar frá 1930 ásamt dagskrá hátíðarinnar. Forsíðan er tvítekin.

Nótur, ljósrit af handriti Páls Isólfssonar að Undir skólans menntamerki.

Upptaka frá árshátíð MA 1988, Kór MA syngur skólasönginn undir stjórn Óskars Einarssonar.