Stofnanasamningur er hluti af kjarasamningi og er meðal annars ætlað að tryggja þróun launakerfisins og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnunar og starfsmanna hennar. Hann er sérstakur samningur milli stofnunar og viðkomandi stéttarfélaga um útfærslu tiltekinna þátta kjarasamningsins að þörfum stofnunar og starfsmanna með hliðsjón af eðli starfsemi, skipulagi og/eða öðru því sem gefur stofnun sérstöðu. Viðræður um stofnanasamning fara fram undir friðarskyldu (sbr. Grein 11.1 í aðalkjarasamningi).

Stofnanasamningur MA við KÍ frá mars 2022 (pdf)

Sjá einnig vefinn Stofnanasamningar.is