Allir nemendur skólans eiga að taka þátt í íþróttum og bera ábyrgð á heilsu sinni undir handleiðslu íþróttakennara. Að lágmarki skulu nemendur ljúka 7 einingum í íþróttum.

Þeir nemendur sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið þátt í íþróttatímum verða að ræða við íþróttakennara sinn sem ákveður hvernig bregðast skuli við. Ekki er tekið við vottorðum nema í sérstökum tilvikum. Reynt verður að finna eitthvað við allra hæfi.

Íþróttir utan skóla

  • Nemandi sem stundar íþróttir að minnsta kosti 6 klst. á viku undir leiðsögn þjálfara með full réttindi getur fengið fyrir það eina einingu á önn skili hann upplýsingum um slíkt til íþróttakennara fyrir auglýstan tíma og nái líka að lágmarki einkunninni 7 í íþróttaáfanga annarinnar. Þessar einingar teljast eins og aðrar valeiningar og koma ekki í stað íþrótta í skólanum. 
  • Nemandi sem tekur þátt í skipulagðri íþróttaþjálfun innan Íþróttasambands Íslands getur fengið undanþágu frá því að taka þátt í verklegum íþróttatímum í skólanum, sjá nánar á meðfylgjandi umsóknarblaði.
  • Ekki er hægt að fá bæði aukaeiningu og undanþágu frá verklegum íþróttatímum á sömu önn.

Eyðublað fyrir umsókn um aukaeiningu eða undanþágu frá verklegum íþróttatímum

Einingar fyrir landsliðsverkefni

Nemendur sem hafa keppt/keppa fyrir landslið Íslands (yngri og eldri flokka landslið) geta sótt um að fá landsliðsverkefni metin sem valgrein. Hver eining felur í sér 18-24 klst. vinnu. Aðeins er hægt að sækja um mat á verkefnum á viðkomandi skólaári. Hámarksfjöldi eininga sem er hægt að fá metnar er 5 einingar.

Með umsókn þarf að skila eftirfarandi gögnum: 

  • Tilgreina landsliðsverkefnið og helstu dagsetningar (eða leyfisblaði frá viðkomandi sérsambandi). Ferðatími telst ekki til eininga.
  • Staðfestingu þjálfara og/eða sérsambands á að viðkomandi keppti fyrir hönd Íslands og áætlaðan tímafjölda, þ.e. landsliðsæfingar og keppni. 

Umsókn skal skilað til brautastjóra sem metur umsóknina í samvinnu við íþróttakennara.

Eyðublað fyrir umsókn um mat á landsliðsverkefni sem valgrein