Allir nemendur skólans eiga að taka þátt í íþróttum og bera ábyrgð á heilsu sinni undir handleiðslu íþróttakennara

Þeir nemendur sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið þátt í íþróttatímum verða að ræða við íþróttakennara sinn sem ákveður hvernig bregðast skuli við. Ekki er tekið við vottorðum nema í sérstökum tilvikum. Reynt verður að finna eitthvað við allra hæfi.

Íþróttir utan skóla

  1. Nemandi sem stundar íþróttir að minnsta kosti 6 klst. á viku undir leiðsögn þjálfara með full réttindi getur fengið fyrir það eina einingu á önn skili hann upplýsingum um slíkt til íþróttakennara fyrir auglýstan tíma. Þessar einingar teljast eins og aðrar valeiningar og koma ekki í stað íþrótta í skólanum.
  2. Nemandi sem tekur þátt í skipulagðri íþróttaþjálfun innan Íþróttasambands Íslands getur fengið undanþágu frá því að taka þátt í verklegum íþróttatímum í skólanum, sjá nánar á meðfylgjandi umsóknarblaði.
  3. Ekki er heimilt að fá bæði aukaeiningu og undanþágu frá verklegum íþróttatímum á sömu önn.

 

Eyðublað fyrir umsókn um undanþágu frá verklegum íþróttatímum

Eyðublað fyrir umsókn um mat á landsliðsverkefni sem valgrein