Respondus LockDown Browser er öryggisvafri sem þarf að setja upp áður en slíkt próf er tekið í fyrsta skiptið. 

  1. Á meðan þú ert að taka prófið er bara hægt að vera í því og ekki hægt að opna neitt annað á meðan.
  2. Passið að hafa MA-lykilorðið ykkar við höndina þegar þið takið prófið. Ef þið eruð búin að gleyma því getið þið farið inn á lykilord.menntasky.is og valið ykkur nýtt lykilorð.

ATH að tölvan lætur ekki vita ef rafhlaðan er að klárast í LockDown Browser svo það þarf að passa að hafa næga rafhlöðu eða hafa hleðslutækið í sambandi.

Hvernig á að ná í LockDown Browser?

Smelltu á takkann hér fyrir neðan til að ná í LockDown Browser

Sækja LockDown Browser

Það getur tekið nokkra stund að sækja forritið og setja það upp á vélina og því er betra að gera þetta með góðum fyrirvara, jafnvel daginn áður en prófið er tekið. 

Uppsetning:

Næsta skref er að setja forritið upp á vélina. Þú þarft að fara í gegnum uppsetningarferlið og velja alltaf „Allow/Agree/Next/Contine/Install“. Að uppsetningu lokinni smellir þú á hnappinn „Close“.

Ef vandamál koma upp við uppsetninguna getur þurft að endurræsa tölvuna og reyna aftur.

Þú getur gengið úr skugga um að forritið sé komið inn á vélina með því að opna Launchpad (Apple/Mac) eða Windows hnappinn og skrifað „LockDown Browser“ í leitargluggann.

Notkun:

Þegar þú ert búinn að setja forritið upp á vélina þá er það á vélinni næst þegar þú tekur próf í læstum vafra. LockDown Browser opnast sjálfkrafa þegar prófið sem á að taka er opnað.

Ákveðið ferli fer í gang þegar LockDown Browser ræsist upp. Þá gæti þurft að loka tilkynningum uppí hægra horni á Apple/Mac tölvum.

Þú þarft að skrá þig inn með MA-netfangi og lykilorði, passaðu að vera með lykilorðið á hreinu þegar þú mætir í prófið. 

Nú ætti prófið að opnast eftir að þú hefur valið að setja það í gang.