- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Á Bókasafni MA er veitt margvísleg þjónusta. Meðal annars má nefna:
Aðstoð við heimildaleit og upplýsingaöflun: Þegar unnið er að sérstökum verkefnum eru jafnan teknar til bækur sem tengjast efni verkefnanna og hafðar á sérstökum stað á safninu nemendum til afnota þar. Á meðan verkefnavinnan stendur eru þær bækur ekki lánaðar heim.
Útlán: Hægt er að fá flestar bækur lánaðar út, þó eru handbækur og orðabækur ekki lánaðar út. Lánuð bók er skráð á lánþegann, sem ber ábyrgð á bókinni á meðan, og jafnframt því að bókinni sé skilað á tilsettum tíma. Einnig er hægt að fá ýmis tæki að láni s.s. tölvur, hleðslutæki fyrir síma og tölvur, myndavélar, hljóðnema o.fl.
Fundir og verkefnavinna: Bókasafnið hentar vel til hvers konar verkefnavinnu. Hópar verða þó að fara að reglum um að bókasafn er hljóðlátur vinnustaður. Í Ljóðhúsi er aðstaða til að halda fámenna fundi eða vinna verkefni af ýmsu tagi. Ljóðhús er hægt að panta á blaði í afgreislu safnins.
Kennsluaðstaða: Á safninu er hægt að hafa heila bekki í verkefnavinnu í norðurhluta salarins. Kennarar þurfa að hafa samband við starfsmenn safnins til að panta þessa aðstöðu.
Safnkennsla: Á hverju hausti koma nemendur 1. bekkjar og fá leiðsögn um þá aðstoð sem þar er að fá.
Ljósritun: Hægt er að ljósrita á bókasafninu gegn gjaldi.
Skönnun: Hægt er að skanna á bókasafninu.
Prentkvóti: Nemendur geta keypt sér prentkvóta á bókasafninu.