Leitast er við að leysa ágreiningsmál innan skóla. Miðað er við að umsjónarkennarar og námsráðgjafar séu hafðir með í ráðum við meðferð ágreiningsmála er varða skjólstæðinga þeirra.

Rísi ágreiningur milli nemenda, kennara og/eða annarra starfsmanna framhaldsskóla og takist hlutaðeigandi ekki að finna lausn á málinu er því vísað til skólameistara. Uni málsaðilar ekki niðurstöðu skólameistara má vísa málinu til menntamálaráðuneytisins.