Þegar símar eru endurnýjaðir þarf að endurstilla tveggja þátta auðkenninguna og setja aftur upp.

Það er gert með þessum hætti:

  1. Fara inn á lykilord.menntasky.is í tölvu og skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum
  2. Velja MA úr fellilista og smella svo á "Endursetja tveggja þátta auðkenni". Ekkert þarf að gera í lykilorðareitum. Þá kemur staðfesting á að auðkenni hafi verið endursett.
  3. Fara inn á aka.ms/mfasetup í tölvu og skrá sig inn með MA netfangi
  4. Þar er smellt á "next" þar til QR kóði kemur upp. Þá þarf að opna Microsoft Authenticator appið og velja að bæta við reikningi sem er "Work or school account", þar er í boði að skanna QR kóða, og kóðinn á vefsíðunni er þá skannaður.
  5. Að lokum er smellt á "next" á vefsíðunni og þá kemur prufuinnskráning í símann og allt ætti að vera klárt.