Ef nemandi fellur í áfanga og tekur endurtökupróf í viðkomandi áfanga á sama skólaári, gildir símat eða verkefni annarinnar nema annað sé tekið fram í námsáætlun.

Ef nemandi tekur endurtökuprófið síðar (ekki á sama skólaári), getur hann einnig þurft að endurtaka aðra námsmatsþætti. Ef lokaprófið gildir minna en 50% gilda reglur um endurtöku í símatsáföngum.

Í undantekningartilvikum er hægt, með samkomulagi kennara og prófstjóra, að leyfa endurtökupróf þar sem vetrareinkunn er felld úr gildi (100% próf).

Um endurtöku og verkefnaskil í símatsáföngum

Nemendur eiga að jafnaði ekki rétt á endurtöku í símatsáföngum. Ef nemandi hefur reynt við flest verkefni áfangans getur hann sótt um að fá að gangast undir námsmat sem ígildi endurtöku. Kennari vegur og metur í hverju endurtakan verður fólgin, prófi og/eða verkefni í samráði við prófstjóra.

Kennurum er heimilt að setja sérstakar reglur um lágmarksskilaskyldu verkefna í símatsáföngum, þ.e. að skili nemandi ekki ákveðnu hlutfalli af verkefnum áfangans geti það þýtt að nemandinn falli í áfanganum.

Nemandi sem lýkur önninni á rétt á því að fá lokaeinkunn úr áfanganum jafnvel þó hann hafi ekki lokið öllum námsmatsþáttum. Fall á verkefnahluta kemur ekki í veg fyrir að nemandi fái að taka lokapróf.

Skráning í endurtökupróf

Nemendur þurfa að skrá sig í endurtökupróf á skrifstofu skólans (afgreidsla@ma.is). Nemendur sem eiga möguleika á að vinna upp fall frá haustönn skrá sig ekki í endurtökupróf fyrr en einkunnir úr vorannarprófinu hafa birst. Upplýsingar um rétt til endurtökuprófa og skilyrði varðandi námsframvindu, sjá Um námsframvindu.

1.                Í undantekningartilvikum er hægt, með samkomulagi kennara og prófstjóra, að leyfa  endurtökupróf þar sem vetrareinkunn er felld úr gildi (100% próf).[VBÞM1] [SAM2] [VBÞM3] 


 [VBÞM1]Á vef MA stendur:
Ef nemandi fellur í áfanga og tekur endurtökupróf í viðkomandi áfanga á sama skólaári, gildir símat eða verkefni annarinnar nema annað sé tekið fram í námsáætlun.

 

Ef nemandi tekur endurtökuprófið síðar (ekki á sama skólaári), getur hann einnig þurft að endurtaka aðra námsmatsþætti.

Sjá: https://www.ma.is/is/namid/reglur-um-nam/endurtokuprof

 [SAM2]@Valdís Björk Þorsteinsdóttir - MA  "Í undantekningartilvikum er hægt, með samkomulagi kennara og prófstjóra, að leyfa  endurtökupróf þar sem símatseinkunn er felld úr gildi." eða eigum við að eyða þessum lið?

 [VBÞM3]Mér finnst reglan góð eins og hún er orðuð hér, ég myndi frekar leggja til að breyta textanum á vef MA til samræmis við þennan.