Við Menntaskólann á Akureyri starfar skólanefnd skipuð af menntamálaráðherra til fjögurra ára í senn og hefur með að gera stefnumótun og áætlanagerð skólans. Einnig er við skólann skólaráð skipað stjórnendum, kennurum og nemendum og fjallar um innri stjórn skólans.

Skólameistari: Karl Frímannsson

Skólameistari veitir skólanum forstöðu og stjórnar daglegum rekstri hans og gætir þess að starfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli. Hann ber ábyrgð á að fylgt sé fjárhagsáætlun skólans og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara, brautarstjóra, verkefnisstjóra, kennara og aðra starfsmenn að höfðu samráði við skólanefnd. Tölvupóstur karl@ma.is

Aðstoðarskólameistari: Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum að daglegri stjórn skólans. Aðstoðarskólameistari hefur umsjón með margvíslegum starfsmannamálum, annast prófstjórn og hefur með hendi eftirlit með fjarvistum nemenda. Tölvupóstur sag@ma.is

Brautarstjórar

Viðtalsbókun er á ma.is.

Brautarstjórar hafa yfirumsjón með sínum námssviðum, kjörsviðum þeirra og frjálsu vali. Brautarstjórar fylgjast með námsferlum og námsframvindu nemenda á námsbrautinni, sjá um að raða í bekki og meta nám úr öðrum skólum. Brautarstjórar vinna með fagstjórum að skólaþróun og þverfaglegu samstarfi. Brautarstjórar sjá um innritun ásamt öðrum stjórnendum og skrifstofu, skipta með sér setu í skólaráði og funda reglulega með öðrum stjórnendum og fagstjórum. Nemendur leita til brautarstjóra síns með athugasemdir vegna stundaskrár, þess að velja eða sleppa áföngum, skipta um námsbraut og þar fram eftir götunum.

Brautarstjórar eru:

Alma Oddgeirsdóttir alma@ma.is - Mála- og menningarbraut, félagsgreinabraut og kjörnámsbraut.
Valdís Björk Þorsteinsdóttir valdis@ma.is - Heilbrigðisbraut, náttúrufræðibraut og raungreinabraut. 

Fjármálastjóri: Ragnar Hólm

Fjármálastjóri heldur utan um fjármál skólans, launamál starfsfólks og fjárreiður skólafélags nemenda. ragnar@ma.is