Á bókasafninu kennir ýmissa grasa. Þar er gott safn alls kyns handbóka og tímarita, sem koma að góðu gagni við verkefnavinnu nemenda.

Hluti af safnkostinum er einungis til afnota á Bókasafni MA en meginhlutinn er til útlána. Nemendur fá skírteini og geta með því tekið bækur og notað annars staðar en á safninu sjálfu.