Á Bókasafninu er tölvuþjónusta og þar er veitt margvísleg tölvu - og tækniaðstoð fyrir nemendur og kennara.

Tölvudeild MA nýtur dyggs stuðnings kerfisþjónustu Advaniu á Akureyri sem hýsir meginpart tölvukerfis skólans. Advania heldur einnig úti mannskap sem hluta af kerfisþjónustu við skólann. Menn frá Advaniu koma þrisvar í viku til þess að halda við kerfinu.

 

 

Aðgangur að tölvukerfi

Allir nemendur og allir starfsmenn MA hafa aðgang að eigin netfangi (@ma.is). Notandanafn viðkomandi í tölvukerfinu er það nafn/númer sem stendur fyrir framan @merkið. Þetta notandanafn og lykilorð veitir aðgang að eftirfarandi:

  • Innri vef MA (Office 365 með öllu til heyrandi, athugið að notandanafn er hér fullt netfang)
  • tölvum skólans (nokkrar borðtölvur standa nemendum til boða í kjallara Möðruvalla og á efstu hæð)
  • þráðlausu netsambandi
  • vefprentun (sjá http://prentun.ma.is - aðeins aðgengilegt innan MA)
  • Moodle - námsumsjónarkerfi skólans.