FORMA
2. fundur skólaárið 2017-18, haldinn í Menntaskólanum

12. október 2017 kl 17:00

Mættir: Þórleifur, Heimir, Ásgrímur, Ragnheiður, Sólrún og Inda

  1. Stjórn Hugins mætti á fundinn og Þórleifur formaður útskýrði samkomulag það sem er á milli skólafélagsins og FORMA. Samkomulagið var undirritað af öllum viðstöddum. Stjórnin spurði nánar út í foreldraröltið sem misskilningur var um í fyrra að væri eingöngu á vegum FORMA. Tilurð röltsins var úrskýrð og staðan er þannig núna að stjórn FORMA hefur ekkert heyrt af foreldrarölti í ár.

Stjórn Hugins yfirgaf svo fundinn.

Önnur mál.

  1. Rætt um samkomur sem haldnar eru. Oft er stjórn nemendafélagsins kennt um það sem afvega fer ef menntskælingar eru á staðnum þar sem samkoma er haldin. Ef samkoma sem sem ekki er á vegum skólans eða skólafélags fer úr böndunum er ábyrgðin auðvitað ekki þeirra þó að nemar skólans séu á staðnum.
  2. Álag á nemendur. Mun minna er kvartað undan álagi nú en í fyrra, bæði meðal nýnema og eldri nema. Námsráðgjafi talaði um að allt annað hljóð sé í hópunum nú en í fyrra.

Ekki voru fleiri mál á dagskrá

Næsti fundur 9. nóvember kl. 17.00.

Fundi slitið kl. 17.45