Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: HAG2A050 og HAG3A050
Kjörsvið, stutt lína. Nemendur á 4. ári.


Lýsing á efni áfangans

Þjóðhagfræði, efnahagshringrásin, landsframleiðsla, neysla, út- og innflutningur, atvinnuleysi, hagvöxtur, raunstærðir og nafnstærðir, vísitölur, vextir, framleiðni, auðlindir, tækniþekking. Fjármála-kerfi og markaðir, sparnaður og fjárfesting, atvinnuleysi, stéttarfélög, laun, peningar, seðlabankar, myntsvæði, verðbólga, verðbólgukostnaður, stjórnmál og stefnumörkun.

Lokamarkmið áfangans:

 • Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
 • Grunnþáttum og hugtökum í þjóðhagfræði s.s. efnahagshringrásinni, landsframleiðslu, inn- og útflutning, velferð.
  Neysluverðsvísitölum, verðbólgu og áhrif hennar og raun- og nafnstærðir.
 • Raunhagkerfinu, mismunandi framleiðslu, hagvexti og framleiðni milli landa 
og hvert er hlutverk framleiðninnar.
 • Grunnþáttum í fjármálakerfinu s.s. helstu stofununum og hlutverkum þeirra
 • Atvinnuleysi, hvernig það er mælt og hvað að þættir geta haft áhrif á það
 • Hlutverki peninga og peningakerfinu. Hlutverki seðlabanka, sérstaklega 
Seðlabanka Íslands.
 • Sameiginlegum myntsvæðum, aðallega evrópska myntsamstarfinu og 
kostum og göllum sameiginlegrar myntar
  hlutverki stjórnmála fyrir hagkerfið í heild

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • Afla sér upplýsinga um hagtölur, innlendar og erlendar, og nýta þær til frekari útvinnslu
 • beita helstu hugtökum þjóðhagfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt
 • lýsa atriðum eins og landsframleiðslu, hagvexti, atvinnuleysi, hlutverki 
peninga og seðlabanka og mismunandi myntsvæðum.

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • tengja umfjöllun fjölmiðla við efni áfangans
 • meta upplýsingar, sem hann sjálfur safnar eða fær í hendur, um málefni 
tengd efni áfangans nýta sér þær
 • tileinka sér gagnrýnið viðhorf gagnvart hvers konar umfjöllun um efni 
áfangans
 • taka þátt í umræðum um atriði tengd efni áfangans