Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 2
Undanfari: Enginn (valgrein)


Lýsing á efni áfangans

Tekin eru fyrir ýmis siðferðileg álitamál líðandi stundar og þau krufin. Tækniþróun hefur verið mjög ör og breytingar á samfélagi miklar án þess að hugað hafi verið að siðferði og siðfræði varðandi ýmsar nýjungar fyrr en um seinan. Meiri áhersla verður lögð á að greina siðferðileg álitamál en að fjalla um einstaka stefnu í siðfræði. Nemendur máta mögulegar lausnir siðferðilegra álitamála.

Lokamarkmið áfangans:

Að nemendur öðlist skilning á hvernig siðfræði og samfélag fléttast saman og geri sér grein fyrir hvernig ákvarðanir geta haft siðferðilega þýðingu.

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • völdum siðfræðikenningum vestrænnar menningar.
 • rökræðuhefð varðandi siðferðileg vandamál.
 • siðfræði sem fræðigrein.
 • nokkrum hugmyndum um réttindi og skyldur.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

 • greina siðfræðileg álitamál í dægurumræðunni.
 • gera grein fyrir siðfræðilegum grunnhugtökum.
 • meta gildi rökfærlsna.
 • tjá sig í máli og verki.
 • tengja fréttir og samfélagsumræðu við siðfræði.
 • taka þátt í umræðum.
 • færa rök fyrir máli sínu.

Nemandi skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Ræða afmörkuð málefni.

 

Námsmat:

Verkefnamappa, ritgerð og próf