Framhaldsskólaeiningar: 4
Þrep: 2
Undanfari: ÍSL2A04


Lýsing á efni áfangans

Í áfanganum er fjallað um upphaf sagnaritunar og íslensk fornrit. Áhersla er lögð á Íslendingasögur og -þætti sem nemendur fást við frá ýmsum sjónarhornum, s.s. stílfræði og nafnafræði. Ritun skipar stóran sess í verkefnavinnu nemenda, m.a. ferliritun og útdrættir.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • upphafi sagnaritunar, hverjir, hvar, hvað og hvers vegna?
 • helstu flokkum íslenskra fornrita
 • uppbyggingu og hlutverki Íslendingaþátta
 • eðli, einkennum og varðveislu Íslendingasagna
 • hugmyndaheimi miðalda eins og hann birtist í Íslendingasögu (langri) eða 2-3 styttri sögum
 • Stöðu íslenskra miðaldabókmennta í evrópskri bókmenntasögu

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • lesa íslensk fornrit með nútímastafsetningu og leggja sjálfstæða merkingu í textann
 • greina mismunandi stíltegundir og stílbrögð í íslenskum fornsögum
 • beita ólíkum stíltegundum og stílbrögðum í eigin texta
 • nýta sér vinnuaðferðir ferliritunar
 • gera útdrætti úr ólíkum textum
 • fjalla um íslensk nöfn úr fornsögum og eigin samtíma
 • tjá skoðun sína á námsefni áfangans, bæði í ræðu og riti

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • lesa íslenskar fornbókmenntir og mynda sér sjálfstæða skoðun á gildi/hlutverki þeirra
 • skrifa fjölbreytta texta
 • tjá sig munnlega, við ólíkar aðstæður, um hvað sem er

Námsmat:

Áfanginn er skipulagður í lotum  þar sem unnið er að ákveðnum námsþáttum og hverri lotu lokið með skriflegu eða munnlegu námsmati. Lokapróf er skriflegt þekkingarpróf  úr upphafi sagnaritunar, bókmenntaflokkum og sögum. Ritunarverkefni vega þungt í námsmati ásamt munnlegri tjáningu, ástundun og virkni.