Framhaldsskólaeiningar: 3
Þrep: 3
Undanfari: ÍSL3B04


Lýsing á efni áfangans

Áfanginn er sambærilegur ÍSL3C05 nema talsvert umfangsminni, sbr. kennsluáætlun.

Í áfanganum lesa nemendur íslenska bókmenntatexta frá lokum 19. aldar og út 20. öldina í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá, glöggva sig á inntaki bókmenntaverkanna og reyna að átta sig á erindi þeirra við eigin samtíma.
Nemendur frumsemja bókmenntatexta og skrifa ritgerð.
Nemendur fái tækifæri til að sjá leiksýningu á sviði og kynnast íslenskum kvikmyndum.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • mikilvægustu hugtökum bókmennta- og bragfræði
 • helstu stefnum tímabilsins í bókmenntum og listum
 • helstu höfundum íslenskum frá lokum 19. aldar og á 20. öld
 • aðferðum og reglum um ritgerðasmíð og meðferð heimilda

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • greina formleg einkenni bókmenntaverka (bragarhætti ljóða, myndmál, stílbrögð, málsfarseinkenni)
 • lesa og túlka margskonar tegundir bókmennta; leikrit, ljóð, smásögur og skáldsögur
 • frumsemja texta með mismunandi stíl
 • setja saman ritgerð þar sem fylgt er kröfum um fræðileg vinnubrögð
 • greina og túlka sviðslistaverk eða kvikmynd

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • lesa og meta fjölbreytta texta
 • skrifa fjölbreytta texta, þar á meðal fræðilega ritgerð um höfund, bókmenntaverk eða stefnu
 • fjalla um sviðslistaverk eða kvikmynd

Námsmat:

Símat og lokapróf