Framhaldsskólaeiningar: 2
Þrep: 2
Undanfari: ÍÞR2A02


Lýsing á efni áfangans

Áfram er lögð áhersla á grunnþjálfun og að efla þar með þol, styrk og liðleika. Byrjað er markvisst að árétta við nemendur að þeir beri ábyrgð á sínum eigin líkama og heilsu. Unnið verður sérstaklega með það að leiðarljósi að heilbrigt líferni verði þeim sjálfsagður hlutur í daglegu lífi héðan í frá.

Fjallað verður um gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar og leiðbeint um rétta líkamsbeitingu og tækni. Nemendur meta eigið líkamsástand og þjálfast í að útbúa eigin æfingaáætlun fyrir einstaka tíma og framkvæma áætlun sína undir leiðsögn og eftirliti kennara.
Almennt heilbrigt líferni er umfjöllunarefni s.s. svefn, næring, skaðsemi vímuefnanotkunar, lyfja og fleira.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • undirstöðuatriðum helstu íþróttagreina sem stundaðar eru hér á landi og mikilvægi almenningsíþrótta
  • ólíkum þjálfunarleiðum íþrótta og heilsuræktar
  • mikilvægi almennrar heilsuræktar
  • markmiðssetningu og uppbyggingu þjálfunaráætlunar
  • mikilvægi vinnutækni og réttrar líkamsbeitingar
  • mikilvægi slökunar, svefns og hvíldar sem forsendu vellíðunar í daglegum athöfnum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • efla á markvissan og einstaklingsbundinn hátt líkamshreysti og þrek
  • nýta sér undirstöðuatriði almennrar líkamsbeitingar og vinnutækni
  • stunda markvissa og fjölbreytta styrktar-, liðleika- og þolþjálfun
  • taka þátt í líkams- og heilsurækt
  • stunda styrkjandi og mótandi æfingar
  • einföldum slökunaræfingum

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í almennri heilsurækt, leikjum, íþróttum, dansi eða útiveru
  • leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta líkamshreysti
  • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf og starf í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
  • taka þátt og miðla fróðleik um hættur er fylgja ávana- og fíkniefnum
  • nýta sér stöðluð þrekpróf til að meta og byggja þar með upp eigið þrek og líkamshreysti
  • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu