Námsgrein:  Lífsleikni 
Áfanganúmer:  LKN2A020
Fjöldi framhaldsskólaeininga: 2
Áfanginn er á:  2. þrepi
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:

Farið er í hagnýtt fjármálalæsi, þar sem farið er í ýmsa þætti sem snerta fjármál ungs fólks og bent á leiðir til að hafa yfirsýn yfir eignir og útgjöld.  Undirbúningur fyrir lífið á vinnumarkaðnum,  réttindi og skyldur, atvinnuumsóknir o.fl.
Síðasti hluti áfangans helgaður borgaravitund og sjálfboðastörfum. Skoðað er hvar hinn almenni borgari getur gert gagn og lagt eitthvað af mörkum í samfélaginu. Nemendur velja, í samráði við kennara, málaflokk sem þeir vilja leggja lið og velta fyrir sér hvaða áhrif hver og einn getur haft á umhverfi sitt í gegnum slík störf.

Lokamarkmið áfangans

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • Kostnaði við að reka sjálfan sig og helstu rekstrarútgjöldum heimilis.
  • Réttindum  sínum og skyldum á atvinnumarkaði og vita hvert hægt er að leita réttar síns ef svo ber undir.
  • Mikilvægi þess að hver og einn þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð.

Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að búa til fjárhagsáætlun og að leita hagstæðra tilboða og að huga að því í hvernig við verjum fjármunum okkar.
  • Geta útbúið ferilskrá og gera sér grein fyrir að hún er lifandi skjal, sem vert er að varðveita og uppfæra reglulega.
  • Að nýta styrkleika sína til að láta gott af sér leiða.

Nemandi skal geta nýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Halda persónulegt bókhald og fara skynsamlega með tekjur sínar.
  • Vera meðvitaður hvernig umsækjandi ber sig að við atvinnuumsóknir.
  • Öðlast skilning á því hvernig hægt er að hafa áhrif á samfélagið með þátttöku í sjálfboðastörfum.

Námsmat:

Fjárhagsáætlun: 15%
VR-Skóli lífsins: 10%
Ferilskrá og kynningarbréf: 20%
Sjálfboðastörf 25%
Vinnusemi og virkni: 30%