Framhaldsskólaeiningar: 5
Þrep: 3
Undanfari: Enginn


Lýsing á efni áfangans

Grunnáfangi á sálfræðilínu. Í þessum áfanga kynnast nemendur fræðigreininni sálfræði, sögu hennar, nokkrum viðfangsefnum og helstu straumum og stefnum innan hennar. Megináhersla er á þróun greinarinnar á tuttugustu öldinni og til okkar daga. Kynntar verða aðferðir í rannsóknum bæði bóklega og verklega.

Lokamarkmið áfangans:

Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

 • mikilvægi við að beita vísindalegum aðferðum við rannsóknir
 • skilgreiningu á vísindalegri sálfræði og þróun sálfræðinnar sem vísindagreinar
 • helstu kenningakerfum innan sálfræðinnar eins og sálgreiningu, atferlisstefnu, hugfræði, mannhyggju og samfélagsmenningarlegu viðhorfi
 • hagnýtu gildi sálfræðinnar
 • helstu undirgreinum sálfræðinnar svo sem þroskasálfræði, félagssálfræði, afbrigðasálfræði og námssálarfræði
 • umhverfisþáttum og erfðum sem mótunanöflum mannshugans
 • útskýringum sálfræðinnar á nokkrum þáttum hugsunar og atferlis eins og minnis, náms, svefns, greindar og persónuleika
 • siðferði við rannsóknir

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

 • beita grunnhugtökum sálfræðinnar
 • útskýra helstu hugmyndir sem mótað hafa fræðigreinina
 • lýsa fræðilegum hugmyndum um þroska persónuleikans
 • lýsa viðbragðsskilyrðingu og virkri skilyrðingu
 • gagnrýna greindarmælingar
 • meta gildi helstu kenninga í sálfræði
 • skoða samhengi sálfræðinnar við aðrar vísindagreinar
 • lesa í og skilja niðurstöður mikilvægra rannsókna í sálfræði
 • tjá kunnáttu sína í orði og riti

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • tjá sig á gagnrýninn hátt um helstu álitamál sálfræðinnar
 • sækja þekkingu úr öðrum greinum til aukins skilnings á viðfangsefninu og yfirfæra þekkingu á aðrar greinar til þess að sjá vísindalegt samhengi
 • sýna sjálfstæði og ábyrgð í vinnubrögðum
 • afla, meta og nota heimildir á viðurkenndan hátt
 • skilja samspil atferlis, hugsunar og tilfinninga
 • hagnýta sálfræðina í daglegu lífi á jákvæðan hátt sér og öðrum til framdráttar